Hafa lokið rannsókn á andláti Navalní

Al­ex­ei Navalní lést í gær.
Al­ex­ei Navalní lést í gær. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa lokið rannsókn á andláti Al­ex­ei Navalní. Þau segja ekkert saknæmt við andlát hans hafa komið í ljós.

Kira Yarmysh, talskona Navalní, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Hún sakar stjórnvöld um lyga. Segir hún Navalní hafa verið myrtan.

Navalní lést í gær, en hann var rúss­nesk­ur stjórn­ar­and­stæðing­ur­. Hann lést í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug, þar sem hann var að afplána nítj­án ára fang­els­is­dóm. Navalní var varpað í fang­elsi árið 2021 þegar hann sneri aft­ur til Rúss­lands frá Þýskalandi. Hann hafði verið í Þýskalandi til lækn­inga eft­ir að hafa nær verið drep­inn af tauga­eitr­inu Novichok, sem Sov­ét­menn hönnuðu á sín­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert