Saka Rússa um að hylma yfir morð á Navalní

Margir minnast Navalnís í dag.
Margir minnast Navalnís í dag. AFP

Bandamenn Navalnís hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að sópa vísbendingum undir teppið með því að afhenda ekki ættingjum Navalní jarðneskar leifar hans. 

„Það er augljóst að morðingjarnir vilja hylja slóð sína og afhenda þess vegna ekki lík Navalnís. Þeir meira að segja neita móður hans um það,“ segir í tilkynningu frá bandamönnum hans á samskiptamiðlinum Telegram. 

Rúss­nesk stjórn­völd hafa lokið rann­sókn á and­láti Al­ex­ei Navalní. Þau segja ekk­ert sak­næmt við and­lát hans hafa komið í ljós.

Navalní lést í gær, en hann var rúss­nesk­ur stjórn­ar­and­stæðing­ur­. Hann lést í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug, þar sem hann var að afplána nítj­án ára fang­els­is­dóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert