Ekkja Navalnís hittir utanríkisráðherra Evrópu

Júlía Navalnaja, ekkja Alexei Navalnís.
Júlía Navalnaja, ekkja Alexei Navalnís. AFP

Ekkja Alexei Navalnís, Júlía Navalnaja, mun hitta utanríkisáðherra Evrópu í Brussel á morgun, að því er Evrópusambandið hefur tilkynnt rétt í kjölfarið af því að Lula da Silva, forseti Brasilíu, varaði við því að draga ályktanir um aðdraganda andlátsins.

Navalní lést í fangelsi á föstudaginn. Rússnesk stjórnvöld segja ekkert saknæmt hafa átt sér stað við andlát hans.

Josep Borrel, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði Júlíu velkomna á fund ráðherranna. 

„Ráðherrar Evrópu munu senda sterk skilaboð til stuðnings baráttufólki í Rússlandi,“ skrifaði hann í færslu á X, áður Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka