Lítil von um bjarta framtíð fyrir Rússa

Rúss­nesk­i stjórn­ar­and­stæðing­urinn Al­ex­ei Navalní var tákn vonar um bjartari framtíð fyrir Rússland. Von um betra líf fyrir Rússa er nú lítil.

Þetta segir rússnesk kona í samtali við AFP um óvænt andlát Navalní. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá viðtal við þrjá Rússa sem greina frá því hvað andlát Navalní þýði fyrir rússnesku þjóðina.

Navalní lést í fyrradag í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug, þar sem hann var að afplána nítj­án ára fang­els­is­dóm. Honum var varpað í fang­elsi árið 2021 þegar hann sneri aft­ur til Rúss­lands frá Þýskalandi. Hann hafði verið í Þýskalandi til lækn­inga eft­ir að hafa nær verið drep­inn af tauga­eitr­inu Novichok, sem Sov­ét­menn hönnuðu á sín­um tíma.

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa lokið rannsókn á andláti Navalní. Þau segja ekk­ert sak­næmt við and­lát hans hafa komið í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert