Ráðast til atlögu vestan Avdívku

Eyðileggingin í borginni Avdívku í Donetsk-héraði.
Eyðileggingin í borginni Avdívku í Donetsk-héraði. AFP/Anatolii Stepanov

Rússneskar hersveitir hafa gert tilraunir til árása nýverið vestan borgarinnar Avdívku eftir að úkraínskar hersveitir yfirgáfu borgina að sögn Dimítró Lykhoviy, talsmanns úkraínskra hersveita á svæðinu.

Úkraínski herinn neyddist til að yfirgefa borgina að því er tilkynnt var í gær. Selenskí Úkraínuforseti sagði þá aðgerðina hafa verið nauðsynlega til þess að bjarga úkraínsku þjóðinni.

Reyna að auka á forskotið

„Óvinur okkar er að reyna að auka á forskotið,“ sagði Lykhoviy í sjónvarpsviðtali í dag. Rússar hafi reynt að gera fjórtán árásir í þorpinu Lastochkyne, um tveimur kílómetrum vestur af norðurhluta Avdívku í dag. 

„En hersveitir okkar stöðvuðu þær,“ sagði hann. Þá sagði hann að Rússar hafi einnig reynt að gera árásir nærri þorpunum Robotyne og Verbove í suðurhluta Saporitsíja-héraðs. Þær hafi mistekist.

Saporitsíja-hérað er eitt fárra landsvæða sem Úkraína hefur aftur náð á sitt band en Dmítró sagði að erfitt yrði fyrir rússneskar hersveitir að ráðast þar inn vegna þéttrar varnarlínu úkraínska hersveita og staðhátta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka