Ástandið í fremstu víglínu „einstaklega erfitt“

Forsetinn segir stöðuna erfiða.
Forsetinn segir stöðuna erfiða. AFP/Úkraínska forsetaskrifstofan

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði úkraínska hermenn í fremstu víglínu, þar sem harðir bardagar geisa, standa frammi fyrir snúinni stöðu. Tafir á aðstoð frá Vesturlöndunum koma niður á hermönnum.

„Ástandið er einstaklega erfitt á ákveðnum svæðum í fremstu víglínu, þar sem rússneskir hermenn hafa hámarkað herafla sinn. Þeir eru að nýta sér tafir sem hafa orðið á aðstoð til Úkraínumanna,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínu skorti meðal annars loftvarnir fyrir fremstu víglínu og langdræg skotvopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka