Segir Pútín hafa drepið eiginmann sinn

Yulia Navalnaía, ekkja Alexei Navalnís.
Yulia Navalnaía, ekkja Alexei Navalnís. AFP/Thomas Kienzle

Ekkja Alexei Navalnís, stjórnarandstæðingsins sem lést í Arctic-fangelsinu á föstudaginn, segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafa drepið hann.

„Fyrir þremur dögum síðan drap Vladimír Pútín eiginmann minn, Alexei Navalní,” sagði Yulie Navalnía í myndbandsávarpi sem var birt í morgun.

Hún hét því jafnframt að halda starfi eiginmanns síns áfram og hvatti stuðningsmenn hans til að styðja við bakið á sér.

Pútín Rússlandsforseti.
Pútín Rússlandsforseti. AFP/Alexander Kazakov

Sendiherra boðaður á fund

Þýsk stjórnvöld hafa boðað sendiherra Rússlands í landinu á sinn fund vegna dauða Navalnís.

Talsmaður þýska utanríkisráðuneytinu greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert