Segja að Úkraínumenn hafi eitrað fyrir tveimur ríkisstjórum

Vladimir Saldo er lengst til vinstri og Leonid Pasechnik annar …
Vladimir Saldo er lengst til vinstri og Leonid Pasechnik annar frá hægri. AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn hafi eitrað fyrir ríkisstjórum Kerson- og Lugansk-héraða í Úkraínu, en báðir ríkisstjórarnir eru þó enn á lífi.

Rússar segja Úkraínumenn hafi eitrað fyrir Vladímir Saldo, ríkisstjóra Kerson, í ágúst 2022 og Leonid Pasechnik, ríkisstjóra Lugansk, í desember 2023. 

Héröðin Kerson og Lugansk voru meðal fjögurra úkraínska héraða sem Rússar lýstu yfir að þeir hefðu innlimað í september 2022, jafnvel þó að þeir hafi ekki að fullu stjórnað neinu þeirra. 

Sögðu ekki að eitrað hafi verið fyrir Saldo

Bæði rússneskir og úkraínskir fjölmiðlar höfðu greint frá eitrun Saldo.

Rússnesk yfirvöld í Kerson greindu frá því í ágúst 2022 að Saldo hefði veikst, en sögðu ekki að eitrað hefði verið fyrir honum. Saldo hefur síðan náð frama í hluta Kerson-héraðs sem er undir yfirráðum Rússa.

Samkvæmt óstaðfestum fréttum gæti Saldo hafa verið byrlað eitur af kokki sínum en ekki hefur áður verið greint frá meintri eitrun Pasechniks. Varnarmálaráðuneytið sagði í dag að hann væri með alvarlega eitrun.

Þann 11. desember, innan við viku eftir meinta eitrun hans, kom Pasechnik fram á blaðamannafundi í Moskvu og virtist heill heilsu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert