Aðgangi ekkjunnar lokað eftir svar hennar við Kreml

Navalnaja á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins 19. febrúar.
Navalnaja á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins 19. febrúar. AFP

Júlía Navalnaja, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, kveðst vera alveg sama um viðbrögð Kremlar við ásökun sinni um að forsetinn Vladimír Pútín hafi skipað fyrir um dauða eiginmanns síns.

„Mér er andskotans sama um hvernig upplýsingafulltrúi morðingja tjáir sig um mín orð,“ sagði Navalnaja á miðlinum X.

Engar skýringar fengist

Miðillinn, sem er í eigu auðkýfingsins Elon Musk, sem hefur meðal annars kallað eftir því að stuðningi við Úkraínu verði hætt, lokaði í kjölfarið á aðgang ekkjunnar.

Nú, um klukkustund síðar, hefur aftur verið opnað fyrir aðganginn. Ekki hafa fengist skýringar á lokun aðgangsins.

Hún kallar einnig eftir því að líki Navalnís verði skilað svo að hægt verði að jarðsetja hann með sæmd. „Ekki hindra fólk frá því að kveðja hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka