Bandaríkin hafa lagt fram drög að ályktun um tímabundið vopnahlé á Gasasvæðinu fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Þar setja Bandaríkin sig einnig upp á móti því að Ísraelsher ráðist inn í borgina Rafah, að því er Reuters greindi frá.
Alsír hefur þegar lagt fram drög að ályktun um vopnahlé á Gasasvæðinu sem greiða á atkvæði um hjá öryggisráðinu í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar.
Talið er líklegt að Bandaríkin muni beita neitunarvaldi gegn þeirri ályktun. Telja þeir að orðalag hennar geti stofnað yfirstandandi viðræðum um vopnahlé í hættu, að sögn fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Roberts Wood.