Að minnsta kosti fjórir slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar brú hrundi í Hollandi.
Hollensk yfirvöld greina frá þessu, en fram kemur að unnið hafi verið að smíði brúarinnar þegar hluti hennar gaf sig í Lochem, sem er í austurhluta landsins.
Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir eru á vettvangi og vinna nú að því að bjarga fólki sem er fast í rústunum.
Ekki liggur fyrir hvers vegna brúin hrundi.
Parts of a bridge under construction collapsed in #Lochem, Gelderland region / #Netherland
— ℹ️MiBaWi🇩🇪🇺🇸🇳🇱🇨🇦🇨🇱🇪🇸🇦🇺🇮🇩🇺🇦🇬🇷🚨 (@Michael45231497) February 21, 2024
Four people were injured, three seriously. Emergency services from FD, PD and ambulances providing assistance to the victims. pic.twitter.com/GYiVOkJX90