Tveir látnir eftir að brú hrundi í Hollandi

Mynd frá vettvangi slysins. Hið minnsta tveir eru látnir og …
Mynd frá vettvangi slysins. Hið minnsta tveir eru látnir og tveir særðir eftir að brúin gaf sig. AFP

Hið minnsta tveir létu lífið og aðrir tveir slösuðust eftir að brú gaf sig í Hollandi fyrr í dag. Framkvæmdir stóðu yfir á brúnni þegar hún gaf sig. 

Fyrr í dag var greint frá því að hið minnsta fjórir hefðu slasast, þar af þrír alvarlega.  

Voru við vinnu á festingum brúarinnar

Framkvæmdir stóðu yfir á brúnni í Lochem í Hollandi þegar hún hrundi með þeim afleiðingum að a.m.k. tveir einstaklingar létust. 

Yfirvöld hafa hafið rannsókn á á því hvað olli hruni brúarinnar.

Samkvæmt hollenska svæðismiðlinum De Stentor voru menn við vinnu á festingum brúarinnar þegar hún gaf sig. 

„Við sáum tvo byggingarverkamenn falla niður af brúnni,“ sagði blaðamaður De Stentor sem varð vitni að slysinu. 

Verður 40 manns sem urðu vitni að slysinu boðin áfallahjálp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert