Yfirmaður 737 MAX-deildar Boeing hættir

Yfirmaður Max-deildar Boeing hefur yfirgefið stöðu sína hjá fyrirtækinu í …
Yfirmaður Max-deildar Boeing hefur yfirgefið stöðu sína hjá fyrirtækinu í kjölfar þess að hleri brotnaði af vél Alaska Airlines í miðju flugi í síðasta mánuði. AFP/Daniel Slim

Ed Clark, yfirmaður 737 Max-deildar flugvélaframleiðandans Boeing, hefur yfirgefið stöðu sína hjá fyrirtækinu. 

The New York Times greinir frá, en ekki kemur fram í fréttinni hvort hann hafi sagt upp stöðunni eða verið látinn fara. 

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gripið til fjölda aðgerða til þess að tryggja öryggi flugvéla sinna og bæta orðspor eftir að hleri brotnaði af Max-9-vél Alaska Airlines í miðju flugi í síðasta mánuði. 

Tók við árið 2021

Clark tók við Max-deildinni árið 2021 eftir að Max-vélar félagsins voru bannaðar í tuttugu mánuði eftir tvær brotlendingar þar sem að 346 manns létu lífið. 

NYT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert