Fara fram á að Rússar afhendi lík Navalnís

Hvíta húsið fer fram á að Rússar skili líki Navalnís.
Hvíta húsið fer fram á að Rússar skili líki Navalnís. AFP/Andrew Caballero

Hvíta húsið fer fram á að rússnesk yfirvöld afhendi móður Alexei Navalnís lík sonar síns svo hún geti minnst hans á réttan hátt. 

Ljúdmíla Navalnaja, móðir Navalnís, heim­sótti fanga­ný­lendu norðan við heim­skauts­baug þar sem hann lést, morg­un­inn eft­ir að til­kynnt var um and­látið, en var þá meinað að sjá lík Navalnís.

Í dag var hún þó boðuð í líkhús þar sem hún undirritaði dánarvottorð hans. 

Mikilvægt að Navalnaja geti syrgt son sinn

Hún kvaðst ósátt við yfirvöld í Rússlandi sem hún segir að séu að taka fram fyrir hendur sínar með því að ætla að ákveða staðsetningu, tímasetningu og hátterni útfararinnar. 

„Rússar verða að láta hana hafa son sinn,“ segir John Kir­by, talsmaður Hvíta húss­ins í þjóðarör­ygg­is­mál­um, við APF.

Segir hann það ekki síður mikilvægt til þess að móðir Navalnís fái að syrgja son sinn, minnast hugrekki hans, kjarks og starfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert