Hóta að jarða Navalní við fangelsið

Dauða Navalnís hefur verið minnst víða um veröld.
Dauða Navalnís hefur verið minnst víða um veröld. AFP

Yfirvöld í Rússlandi hóta nú að jarða rússneska stjórnarandstæðingsins, Alexeis Navalnís, í fanganýlendunni þar sem hann lést verði fjölskylda hans ekki við því að halda jarðarför hans í kyrrþey.

Kira Yarmysh talsmaður Navalnís segir frá þessu á X. Í færslu hennar kemur fram að Ljúdmíla Navalnaja, móðir Alexeis, hafi fengið þrjár klukkustundir til þess að samþykkja að halda jarðarförina leynilega og án opinberlegrar athafnar fyrir almenning, ellegar að lík hans yrði jarðað við fangelsið þar sem hann lést.

Navalnaja hafi neitað að semja við yfirvöld vegna þess að þau hafi enga heimild til þess að ákveða hvar og hvernig hún jarði son sinn.

Vika frá andlátinu

Navalní lést á föstudaginn fyrir viku í fanga­ný­lendu fyr­ir norðan heim­skauts­baug, þar sem hann var að afplána 19 ára fang­els­is­dóm.

Ekkja Navalnís hef­ur sakað yf­ir­völd í Rússlandi um að hafa myrt Navalní, en yf­ir­völd í Rússlandi hafa vísað ásök­un­um á bug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert