Ljúdmíla Navalnaja, móðir rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís heitins, hefur fengið afhent lík sonar síns. Frá þessu greinir Kíra Yarmysh talsmaður Navalnís á samfélagsmiðlinum X.
Yfirvöld í Rússlandi hótuðu í gær að jarða Navalní í fanganýlendunni þar sem hann lést, yrði fjölskylda hans ekki við því að halda jarðarför hans í kyrrþey.
Nú virðist sem þeim hafi snúist hugur. Yarmysh þakkar þeim stuðninginn sem þrýstu á að Navalnaja fengi lík sonar síns í hendurnar.
Ekki er komið í ljós hvernig jarðarför Navalnís verður háttað.
„Við vitum ekki hvort að yfirvöld munu reyna að skipta sér af því hvernig fjölskyldan mun hafa jarðarförinni, sem verður gert eins og Alexei átti skilið. Við látum ykkur vita um leið og fregnir berast,“ segir í færslu Yarmysh.
Alexey's body was handed over to his mother. Many thanks to all those who demanded this with us.
— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) February 24, 2024
Lyudmila Ivanovna is still in Salekhard. The funeral is still pending. We do not know if the authorities will interfere to carry it out as the family wants and as Alexey deserves. We…