Selenskí: „Höfum barist í 730 daga“

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP/Alessandro Della

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að Úkraína muni sigra Rússland í stríðinu.

„Við höfum barist fyrir þessu í 730 daga af lífi okkar. Við munum sigra á stærsta degi lífs okkar,“ sagði Selenskí á athöfn í Kænugarði í dag, en tvö ár eru liðin frá innrás Rússa í Úkraínu.

Forsetinn lagði áherslu á að stríðinu yrði að ljúka á forsendum Úkraínu og með friði.

Hann talaði við hlið forsætisráðherra Kanada, Ítalíu og Belgíu, auk Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem eru öll stödd í Úkraínu.

Selenskí faðmaði leiðtogana að sér og afhenti hermönnum medalíur við athöfn á Gostomel-flugvellinum í Kænugarði, sem var eitt af skotmörkum Rússa á fyrstu dögum innrásarinnar.

„Fyrir tveimur árum mættum við sveit óvinarins hér, tveimur árum síðar hittum við vini okkar og félaga hér,“ sagði forsetinn.

Fánar hafa verið lagðir á torgi í Kænugarði til að …
Fánar hafa verið lagðir á torgi í Kænugarði til að minnast fallinna úkraínskra hermanna. AFP/Roman Pilipey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka