Haraldur Noregskonungur, sem er 87 ára gamall og heilsuveill, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Malasíu, en hann er þar í fríi, vegna sýkingar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni í Ósló.
Í janúar á þessu ári var hann lagður inn á sjúkrahús með sýkingu í öndunarvegi og dvaldi þar í nokkra daga.
Haraldur hefur þurft að leggjast inn nokkrum sinnum síðustu ár, meðal annars vegna sýkinga og þrálátra svimakasta auk þess sem hann greindist með kórónuveiruna á síðasta ári.