Noregskonungur lagður inn á sjúkrahús í Malasíu

Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Malasíu.
Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Malasíu. AFP/Sergei Gapon

Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur, sem er 87 ára gam­all og heilsu­veill, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Malasíu, en hann er þar í fríi, vegna sýkingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kon­ungs­höll­inni í Ósló.

Í janúar á þessu ári var hann lagður inn á sjúkrahús með sýk­ingu í önd­un­ar­vegi og dvaldi þar í nokkra daga.

Har­ald­ur hef­ur þurft að leggj­ast inn nokkr­um sinn­um síðustu ár, meðal ann­ars vegna sýk­inga og þrálátra svimak­asta auk þess sem hann greind­ist með kór­ónu­veiruna á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert