104 voru drepnir og 750 særðust í Gasaborg í morgun, að sögn heilbrigðisráðuneytitins á Gasasvæðinu, þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á almenna borgara sem höfðu safnast saman þar sem dreift var hjálpargögnum á svæði Palestínumanna.
Heilbrigðisráðuneytið er undir stjórn Hamas-samtakanna.
Talsmaður ráðuneytisins, Ashraf al-Qudra, segir að um fjöldamorð hafi verið að ræða og að skotárásinni hafi verið beint að almennum borgurum.