Á fimmta tug handtekin

Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna útfarar Navalnís.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna útfarar Navalnís. AFP/Stringer

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið minnst 45 víðsvegar um landið er Rússar syrgja stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní sem var lagður til hinstu hvílu í dag. 

Þetta herma heimildir OVD-Info samtakanna sem fylgjast með réttindabrotum í landinu.

„OVD-Info hefur fengið upplýsingar um fleiri en 45 handtökur. Flest, átján þeirra, voru handtekin í Novosibirsk,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Þar kemur jafnframt fram að sex hefðu verið handtekin í höfuðborginni Moskvu, þar sem mikill mannfjöldi hefur safnast á götum úti til að votta Navalní virðingu sína.

Navalní var lagður til hinstu hvílu í dag.
Navalní var lagður til hinstu hvílu í dag. AFP/Olga Maltseva
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka