Navalní til hinstu hvílu í dag

Fólk í röð við kirkjuna sem síðar í dag hýsir …
Fólk í röð við kirkjuna sem síðar í dag hýsir útfararathöfn Alexei Navalnís. AFP/Andrey Borodulin

Hundruð stilltu sér upp í röð og biðu færis að votta rússneska stjórnarandstæðingnum Alexai Navalní virðingu sína fyrir útför hans sem gerð verður í höfuðborginni Moskvu í dag.

Hefur lögregla uppi mikinn viðbúnað við kirkjuna sem er í suðurhluta Moskvu en þar var Navalní til heimilis.

Hann lést í prísund sinni í fanga­ný­lend­unni FKU IK-3 í þorp­inu Kharp í sjálfs­stjórn­ar­héraðinu Ok­urg 16. fe­brú­ar, að sögn stuðningsfólks hans örskömmu áður en til stóð að hafa skipti á honum og öðrum Rússa, leyniþjónustumanninum Vadím Krasíkov, sem Þjóðverjar hafa í haldi í Berlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert