Heimsótti gröf sonar síns

Ljúdmíla Navalnaja, móðir Navalnís, og Alla Abrosimova, tengdamóðir Navalnís, við …
Ljúdmíla Navalnaja, móðir Navalnís, og Alla Abrosimova, tengdamóðir Navalnís, við leiðið í dag. AFP/Olga Maltseva

Ljúdmíla Navalnaja heimsótti gröf sonar síns, Alexei Navalní, í Borisovo-kirkjugarðinum í Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneski stjórnarandstæðingurinn var jarðsettur í gær. 

Margir höfðu þegar lagt blóm á leiði Navalnís er Ljúdmíla og Alla Abrosimova, tengdamóðir Navalnís, heimsóttu kirkjugarðinn. 

Leiði Navalnís í Borisovo-kirkjugarðinum.
Leiði Navalnís í Borisovo-kirkjugarðinum. AFP/Olga Maltseva

Júlía Navalnaja, ekkja Navalnís, börn þeirra tvö og bróðir Navalnís eru öll búsett utan Rússlands og voru ekki viðstödd jarðarförina þar sem að þau eiga í hættu á að vera handtekin vegna andstöðu við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Júlía hefur heitið að halda áfram störfum eiginmannsins og segir Pútín hafa „myrt“ Navalní. 

Blaðamenn AFP-fréttaveitunnar sáu syrgjendur leggja blóm á leiðið í dag en rússneska lögreglan er enn með viðveru í kirkjugarðinum.

Þúsund­ir manna lögðu leið sína í gær að út­för Navalnís og þá voru minningarstundir haldnar víða um heim.  

Rússneska lögreglan er með viðveru í kirkjugarðinum.
Rússneska lögreglan er með viðveru í kirkjugarðinum. AFP/Olga Maltseva
Navalnís minnst í Barcelona í gær.
Navalnís minnst í Barcelona í gær. AFP/Pau Barrena
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka