Senda hjálpargögn til Gasa

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Jim Watson

Á komandi dögum munu Bandaríkin koma hjálpargögnum loftleiðina til Gasa og beita sér af tvöfaldri hörku fyrir því að greiða leið vöruflutninga að Gasa af hafi og auka sendingar að svæðinu landleiðina.

Joe Biden Bandaríkjaforseti greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. 

„Við þurfum öll að leggja meira af mörkum. Og Bandaríkin munu leggja meira af mörkum,“ segir forsetinn á miðlinum.

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins, sagði jafnframt að vonir stæðu til um að Bandaríkjamenn gætu afhent stórar sendingar af hjálpargögnum með skipum, gangi áætlanirnar eftir.

Þá sagði hann Bandaríkin ætla að halda áfram að þrýsta á Ísrael að greiða leið fleiri vöruflutningabíla inn á Gasasvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka