Vörpuðu matarpakkningum úr herflugvélum

Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkin …
Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkin hygðust koma hjálpargögnum til Gasa með því að varpa þeim úr lofti. AFP/Jim Watson

Bandaríkin stóðu í dag fyrir fyrstu hjálpargagnasendingunni úr lofti til Gasa þar sem 30 þúsund máltíðum var varpað úr herflugvélum til Palestínumanna.

Fulltrúi aðgerðastjórnar Bandaríkjahers staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna.

Aðgerðin fór fram fyrr í dag og var 66 matarpakkningum varpað úr þremur C-130 herflugvélum. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær á samfélagsmiðlinum X að Bandaríkin hygðust koma hjálpargögnum til Gasa með því að varpa þeim úr lofti.

Þá sagði hann Bandaríkin jafnframt ætla að beita sér af meiri hörku fyrir því að greiða leið vöruflutning að Gasa af hafi og fjölga sendingum á svæðið landleiðina.

Segja 112 hafa fallið

Tilkynning Bidens kom degi eftir að Ísraelsher hóf skothríð á almenna borgara á Gasa sem ætluðu að sækja sér hjálpargögn.

Að sögn heil­brigðisráðuneyt­is­ins á Gasa­svæðinu, sem Ham­as-sam­tök­in stjórna, voru 112 drepn­ir og 760 særðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka