Þýska lögreglan leitar að liðsmönnum Baader-Meinhof

Þýska lögreglan leitar nú að liðsmönnunum.
Þýska lögreglan leitar nú að liðsmönnunum. AFP/Tobias Scwarz

Þýska lögreglan handtók einstaklinga í dag í leit sinni að tveimur liðsmönnum Baader-Meinhof sem hafa verið á flótta í meira en 30 ár. 

Ernst-Volker Staub er 69 ára gamall og Burkhard Garweg er 55 ára gamall. Þeir voru báðir liðsmenn í Rauðu herdeildinni, eða Baader-Meinhof samtökunum, sem stóðu á bak við fjölda hryðjuverka í Þýskalandi á áttunda og níunda áratugnum. 

Burkhard Garweg er 55 ára gamall.
Burkhard Garweg er 55 ára gamall. AFP

Leit að mönnunum hefur aukist síðustu daga eftir að Daniela Klette, sem er 65 ára gömul og var einnig liðsmaður í samtökunum, var handtekin á mánudag.

Lögregla greindi frá því að mennirnir hefðu verið handteknir fyrr í dag en síðar kom í ljós að aðrir voru handteknir og látnir lausir er í ljós kom að ekki var um tvímenningana að ræða. 

Frá aðgerðum lögreglu í Berlín.
Frá aðgerðum lögreglu í Berlín. AFP/Tobias Schwarz

Baader-Meinhof samtökin voru leyst upp árið 1998. Eftir það er talið að þremeninngarnir hafi lifað á þjófnaði. 

Klette var talin „hættuleg“ og lýsti Europol eftir henni. Hún var handtekin í Berlín á mánudag og er grunuð um tilraun til morðs og þjófnaði á árunum 1999 til 2016. 

Lögregla telur að Staub og Garweg séu í felum í Berlín. Þá gaf lögregla út nýjar myndir af Garweg í dag. 

Lögregla sagðist „ekki geta útilokað“ að Klette og Garweg hefðu átt í beinum samskiptum. 

Talið er að Garweg sé í felum í Berlín.
Talið er að Garweg sé í felum í Berlín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert