Þungunarrof í franska stjórnarskrá

Eiffel-turninn var upplýstur.
Eiffel-turninn var upplýstur. AFP

Franska þingið samþykkti í dag, fyrst þjóðþinga, að innleiða þungunarrof í stjórnarskrána.

60% þingmeirihluta þarf í báðum fulltrúadeildum franska þingsins til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi breytingunum eða 780 fulltrúar sem samþykktu gegn 72 sem voru á móti.

Var áfanganum fagnað með dynjandi lófaklappi þingmanna. Emanuel Macron Frakklandsforseti sagði með þessu væru Frakkar að senda skilaboð til heimsins. Ekki væri langt að minnast vendinga í Bandaríkjunum og í Póllandi þar sem þungunarrof hefur nýlega verið bannað. 

Þingheimur fagnaði breytingum með dynjandi lófaklappi.
Þingheimur fagnaði breytingum með dynjandi lófaklappi. AFP

Mikill meirihluti hlynntur þungunarrofi

Eiffel-turninn í París var upplýstur af þessu tilefni og á honum mátti lesa orðin „Minn líkami, mitt val“.

Gabriel Attal forsætisráðherra sagði sinnaskipti Frakka í málinu undraverð í ljósi þess að fyrir einni kynslóð síðan hafi verið talsverð andstaða við þungunarrof í landinu.

Skoðanakannanir nú sýna hins vegar að franska þjóðin styður breytingarnar með miklum meirihluta. Könnun sem gerð var í nóvember árið 2022 sýndi að 86% þjóðarinnar studdi rétt kvenna til þungunarrofs.

Engu að síður mótmæltu nokkur hundruð manns í Versölum þar sem þingheimur kom saman. Þá hefur kaþólska kirkjan lýst andstöðu sinni sem og Vatíkanið í Róm.

Þungunarrof var lögleitt í Frakklandi árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert