Tate tjáir sig um atvikið á Alþingi

Andrew Tate á leið í dómsal á síðasta ári.
Andrew Tate á leið í dómsal á síðasta ári. AFP

Áhrifavaldurinn umdeildi Andrew Tate, sem hefur verið ákærður fyrir mansal og nauðgun, tjáir sig á samfélagsmiðlinum X um atvikið á dögunum þegar karlmaður lét öllum illum látum á þingpöllum Alþingis.

Þar deilir Tate myndskeiði frá atvikinu þar sem talað er um að hælisleitendur hafi ruðst inn á Alþingi og krafist bættra kjara. Hvetur sá sem setti myndskeiðið inn stjórnvöld til að senda einstaklingana úr landi.

Tate virðist í færslu sinni undrandi á því að þetta hafi gerst á Íslandi. Einnig segir hann enga Evrópubúa vera eftir í Vestur-Evrópu og að femínismi ráði þar ríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka