Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að sveitarstjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar verði þær síðustu sem hann komi að.
„Kosningarnar 31. mars verða þær síðustu fyrir mig,“ sagði Erdogan á fundi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur viðrað opinberlega þá hugmynd að setjast í helgan stein.
Erdogan er 70 ára gamall en hann var kjörinn forseti Tyrklands til fimm ára á síðasta ári. Fyrst tók hann við embættinu árið 2014 en hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 til 2014. Hann var borgarstjóri Istanbúl frá árinu 1994 til 1998.