Rannsókn Ísraelshers: „Skutu með nákvæmni“

Ísraelskur hermaður á Gasasvæðinu fyrr í vikunni.
Ísraelskur hermaður á Gasasvæðinu fyrr í vikunni. AFP

Ísraelsher segir að fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar yfir 100 íbúar Gasasvæðsins voru að sögn Hamas-samtakanna drepnir af ísraelskum hermönnum er íbúarnir biðu eftir hjálpargögnum, sýni að hermennirnir „skutu með nákvæmni” á grunaða einstaklinga sem voru að nálgast þá.

Leiðtogar víða um heim kröfðust rannsóknar á atvikinu, sem átti sér stað 29. febrúar. Heilbrigðisráðuneytið á Gasasvæðinu, sem er undir stjórn Hamas, sagði Ísraelsher hafa skotið á fólk sem hafði safnast saman til að ná í mat.

Ísraelsher sagði þá að troðningur hefði myndast þegar þúsundir manna umkringdu bílalest með hjálpargögnum.

Fyrstu niðurstöður Ísraelshers sýna að rannsókn hefði leitt í ljós að „hermenn skutu ekki á bílalestina”, að því er kom fram í tilkynningu.

Þar kom aftur á móti fram að hermennirnir hefðu „skotið á þó nokkra grunsamlega einstaklinga sem nálguðust hermenn á svæðinu og stafaði ógn af þeim”.

Heilbrigðisráðuneytið sagði að 115 manns hefðu verið drepnir og 750 til viðbótar særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert