Sjötta trúlofun Murdochs

Rupert Murdoch á tennisleik árið 2017.
Rupert Murdoch á tennisleik árið 2017. AFP/Jewel Samad

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er ekki dauður úr öllum æðum því hann hefur tilkynnt að hann ætli að kvænast Elenu Zúkhóvu  í júní næstkomandi.

Þetta verður fjórða hjónaband Murdochs, sem er orðinn 92 ára gamall. Zúkhóva er aftur á móti 67 ára.

Murdock tilkynnti á síðasta ári að hann hefði trúlofast útvarpskonunni Ann Lesley Smith en hætti við allt saman innan við mánuði síðar.

Zúkhóva, sem er rússneskur innflytjandi, er sameindalíffræðingur sem er kominn á eftirlaun.

Murdoch var síðast kvæntur fyrirsætunni Jerry Hall, sem áður var með söngvara Rolling Stones, Mick Jagger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert