Svíþjóð og Kanada hyggjast hefja fjárveitingar til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, á ný.
Þjóðirnar eru á meðal 16 annarra sem frystu fjárveitingar til UNRWA eftir að grunsemdir vöknuðu um að stofnunin hefði hugsanlega átt aðild að árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael 7. október. Málið er til rannsóknar innan Sameinuðu þjóðinna.
Svíar greindu frá því í dag að þeir hefðu úthlutað 400 milljónum sænskra króna til UNRWA fyrir árið 2024. Fyrsta greiðsla hljóðar upp á 200 milljónir, að því er BBC greinir frá.
Stjórnvöld í Kanada sögðust á föstudag ætla að hefja fjárveitingar til stofnunarinnar á ný á meðan rannsókn á starfsfólki hennar stendur yfir.
Um er að ræða stærstu stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem starfar á Gasa. Alls starfa 13.000 manns innan UNRWA.