Sænski þjóðfáninn var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins, NATO, í belgísku borginni Brussel í morgun í tilefni þess að Svíþjóð er nýjasti aðilinn að bandalaginu og sá 32. í röðinni.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, voru viðstaddir afhöfnina.