Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem eru undir stjórn Hamas-hryðjuverkasamtakanna, segja minnst 31.112 hafa látist í stríðsátökunum milli Ísraels og samtakanna síðustu fimm mánuði.
Þar af hafi 67 látið lífið síðasta sólarhringinn.
Þá segja heilbrigðisyfirvöld 72.760 hafa særst frá 7. október þegar Hamas gerðu árás á Ísrael.