Trump vill ekki lengur banna TikTok

Joe Biden styður frumvarp sem gæti bannað TikTok. Donald Trump …
Joe Biden styður frumvarp sem gæti bannað TikTok. Donald Trump er mótfallinn frumvarpinu. AFP/Lionel Bonaventure/Jim Watson

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er nú mótfallinn frumvarpi sem myndi þvinga kínverska móðurfyrirtækið Bytedance til að selja dótturfyrirtækið TikTok, ella verði forritið bannað í Bandaríkjunum.

Þetta er breyting á viðhorfi hans en þegar hann var forseti studdi hann við bann á TikTok á sama tíma og og það væri í kínverskri eigu.

Sumir hafa sagt þessa viðhorfsbreytingu koma til vegna þess að auðkýfingurinn Jeff Yass, styrktaraðili kosningabaráttu Trumps og hluthafi í Bytedance, hafi komið að máli við Trump. Hann hafnar þeim ásökunum alfarið.

Frum­varpið er fyrst og fremst lagt fram af þjóðarör­ygg­is­ástæðum. TikT­ok safn­ar mikl­um upp­lýs­ing­um um not­end­ur sína, en ótt­ast er að kín­verska ríkið hafi greiðan aðgang að þeim gögn­um. For­svars­menn TikT­ok hafna því al­farið en móður­fyr­ir­tækið ByteD­ance er kín­verskt.

Vill ekki að Facebook stækki

Donald Trump segir skoðun sína byggða á því að samkeppni yrði of lítil og að Facebook yrði of stórt í sniðum.

„Það er margt gott og margt slæmt við TikTok, en það sem mér líkar ekki er að án TikTok verður Facebook stærra í sniðum og ég tel Facebook vera óvin fólksins ásamt mikið af fjölmiðlunum,“ sagði Donald Trump í viðtali við CNBC.

Eins og greint var frá í síðustu viku þá náðist þverpólitísk sátt Demókrata og Repúblikana í orku- og viðskipta­nefnd­ fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um að senda frumvarpið til samþykktar hjá fulltrúadeildinni.

Þá hefur komið fram af hálfu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að Joe Biden Bandaríkjaforseti fagni frumvarpinu, þó hann sjálfur sé nú kominn með aðgang á TikTok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert