Litáíska lögreglan rannsakar árásina á Volkov

Lögregluborði þar sem árásin var gerð.
Lögregluborði þar sem árásin var gerð. AFP/Petras Malukas

Litáíska lögreglan segist vera að rannsaka árásina á Leóníd Volkov, náinn samstarfsmann Alexeis Navalnís, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans sáluga.

Ráðist var á Volkov með hamri fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáens.

Leóníd Volkov árið 2021.
Leóníd Volkov árið 2021. AFP/Petras Malukas

Volkov, sem er 43 ára, var fluttur á sjúkrahús eftir árásina, sem utanríkisráðherra Litáens fordæmdi.

„Lögreglurannsókn er hafin á því sem gerðist,” sagði í yfirlýsingu lögreglunnar.

Lögreglan á vettvangi árásarinnar.
Lögreglan á vettvangi árásarinnar. AFP/Petras Malukas

„Við erum að reyna að komast að því hvers vegna árásin var gerð. Verið er rannsaka þó nokkra anga málsins,” sagði Saulius Tamulevicius, yfirmaður hjá lögreglunni, við útvarpsstöðina LRT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert