Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, fyrr í kvöld.
Frá þessu greina hryðjuverkasamtökin á Telegram. Þar segir að árásamennirnir hafi „ráðist að stórri samkomu [...] í útjaðri rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu“.
Þar segir einnig að árásarmennirnir hafi hörfað í bækistöðvar sínar heilir á húfi, að árásinni lokinni.
Hryðjuverkamenn klæddir felulitum hófu skothríð á tónleikum í Crocus City Hall-tónleikahöllin í Krasnogorsk, skammt frá Moskvu fyrr í kvöld.
Þeir köstuðu einnig handsprengju eða eldsprengju, að sögn blaðamanns RIA Novosti. Slökkvilið berst enn við eldinn.
Yfirvöld í Rússlandi segja að 40 manns hafi látið lífið í árásinni hið minnsta og 100 séu særðir. Þjóðvarðlið Rússlands leitar enn árásarmannanna.
Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta segir að forsetinn sé stöðugt haldið upplýstum um málið.
Fréttin hefur verður uppfærð.