Árásarmennirnir frá Tadsíkistan

Fjórir ríkisborgarar Tadsíkistan hafi verið handteknir grunaðir um hryðjuverkaárás.
Fjórir ríkisborgarar Tadsíkistan hafi verið handteknir grunaðir um hryðjuverkaárás. AFP/UGC

Innanríkisráðuneyti Rússlands hefur tilkynnt um að árásarmennirnir sem drápu að minnsta kosti 133 manns í útjaðri Moskvu í gær séu allir erlendir ríkisborgarar.

Fjórir ríkisborgarar Tadsíkistan hafi verið handteknir grunaðir um að hafa skotið saklaust fólk með hríðskotabyssum í tónleikahöllinni í Crocus City í gær.

Ríki íslams sagði á sam­skiptamiðlin­um Tel­egram í dag að árás­ar­menn­irn­ir fjór­ir hefðu verið vopnaðir hríðskota­byss­um, skamm­byssu, hníf­um og eld­sprengj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert