Telegram bannað tímabundið á Spáni

Telegram hefur verið bannað á Spáni vegna meintra brota á …
Telegram hefur verið bannað á Spáni vegna meintra brota á höfundarrétti. AFP

Spænsk­ur dóm­stóll hef­ur bannað sam­skiptamiðil­inn Tel­egram tíma­bundið vegna meintra brota á höf­und­ar­rétti nokk­urra út­varps­stöðva. Bannið gild­ir fyr­ir allt landið, að því er fram kem­ur hjá frétta­veitu AFP.

Sér­dóm­stóll­inn Audiencia Nacional í Madríd, sem fer með lög­sögu yfir all­an Spán, dæmdi í nokkr­um mál­um er vörðuðu höf­unda­rétt­ar­varið efni út­varps­stöðva sem birt­ist á Tel­egram. Miðlar á borð við Medi­a­set, At­res­media, Movist­ar og Egeda höfðuðu mál vegna notk­un­ar Tel­egram á efni í þeirra eigu.

Miðill­inn virk­ar þó enn á spænsku landsvæði.

Af­hentu ekki gögn um not­end­ur

Dóm­ur­inn fór fram á að stjórn­end­ur Tel­egram á Virg­in­íu­eyj­um myndu af­henda gögn um reikn­inga sem stóðu á bakvið deil­ingu efn­is­ins en það gekk ekki eft­ir. Greip dóm­ur­inn því til þess ráðs að banna miðil­inn.

Tel­egram er sam­skiptamiðill sem ger­ir not­end­um kleift að eiga dul­kóðuð sam­skipti sem yf­ir­völd­um er tor­velt að rekja. 700 millj­ón­ir manns nota miðil­inn dag­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert