Að bregðast væri ófyrirgefanlegt

Maður heldur á börnum sem særð eru eftir loftárásir Ísraela, …
Maður heldur á börnum sem særð eru eftir loftárásir Ísraela, á al-Najjar-sjúkrahúsinu í Rafah í suðurhluta Gasa. Myndin var tekin í gær, sunnudaginn 24. mars. AFP

„Þessa ályktun verður að framkvæma,“ segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, um nýsamþykkta ályktun öryggisráðsins þar sem tafarlauss vopnahlés er krafist í Gasa.

Að bregðast væri ófyrirgefanlegt, bætir hann við.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Allar árásir á borgara fordæmdar

Í nýju til­lög­unni er kraf­ist taf­ar­lauss vopna­hlés nú þegar Rama­dan, heil­ag­ur mánuður múslima, stend­ur yfir. Það muni svo leiða til viðvar­andi vopna­hlés.

Einnig er þess kraf­ist að öll­um gísl­um verði sleppt úr haldi, án nokk­urra skil­yrða eða tafa, ásamt því að öll­um hindr­un­um gegn mannúðaraðstoð verði rutt úr vegi.

Í til­lög­unni eru einnig for­dæmd­ar „all­ar árás­ir á borg­ara og borg­ara­lega hluti, auk alls of­beld­is og ófriðs gegn borg­ur­um, og allra hryðju­verka“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert