„Þessa ályktun verður að framkvæma,“ segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, um nýsamþykkta ályktun öryggisráðsins þar sem tafarlauss vopnahlés er krafist í Gasa.
Að bregðast væri ófyrirgefanlegt, bætir hann við.
The Security Council just approved a long-awaited resolution on Gaza, demanding an immediate ceasefire, and the immediate and unconditional release of all hostages.
— António Guterres (@antonioguterres) March 25, 2024
This resolution must be implemented. Failure would be unforgivable.
Í nýju tillögunni er krafist tafarlauss vopnahlés nú þegar Ramadan, heilagur mánuður múslima, stendur yfir. Það muni svo leiða til viðvarandi vopnahlés.
Einnig er þess krafist að öllum gíslum verði sleppt úr haldi, án nokkurra skilyrða eða tafa, ásamt því að öllum hindrunum gegn mannúðaraðstoð verði rutt úr vegi.
Í tillögunni eru einnig fordæmdar „allar árásir á borgara og borgaralega hluti, auk alls ofbeldis og ófriðs gegn borgurum, og allra hryðjuverka“.