Íbúar á Tenerife mótmæla fjölda ferðamanna

Tenerife er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og eru Íslendingar duglegir að …
Tenerife er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og eru Íslendingar duglegir að sækja eyjuna heim. AFP/Desiree Martin

Íbúar á Tenerife hafa boðað til mótmæla í bænum Santa Cruz laugardaginn 20. apríl til að mótmæla stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu og fjölda ferðamanna á eyjunni. 

Málefnið er hugsjón 15 félagasamtaka á eyjunni sem tóku sig saman og boðuðu til mótmælanna. Rúv greindi fyrst frá. 

Hvað væri hægt að gera við tímann sem tapast í umferðateppu

Í yfirlýsingu ATAN, Asociación Tinerfeña Amigos de la Naturaleza, umhverfissamtaka á Tenerifa sem eru meðal þessara fimmtán félagasamtaka, segir að staðan sé slæm og eru taldir upp nokkrir ókostir við fjölda ferðamanna á eyjunni. 

Samtökin varpa til að mynda fram spurningu um hvað væri hægt að gera við landsvæðið sem nú er undir þeim 23 golfvöllum sem eru að finna á Tenerife, ef golfvellirnir yrðu fjarlægðir. 

„Hvernig væri náttúrulegt umhverfi okkar ef það væri ekki yfirfullt? Hvað gætum við gert við allan frítímann sem við töpum í umferðarteppum? Hvernig væri okkar daglegt líf, hagkerfið okkar, ef við eyddum ekki svona miklum peningum í leigu?“ eru meðal þeirra spurninga sem samtökin varpa fram í yfirlýsingu þar sem boðað er til mótmælanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka