Átök í Tyrklandi á kjördag

Átök brutust út í Tyrklandi í dag þar sem nú …
Átök brutust út í Tyrklandi í dag þar sem nú fara fram sveitastjórnakosningar. AFP/Ilyas Akengin

Átök brutust út milli tveggja hópa í samfélagi Kúrda í suðurhluta Tyrklands í dag með þeim afleiðingum að einn lést og tveir særðust. 

Það var í þorpinu Agaclidere, 30 kílómetrum frá borginni Diyarbakir, sem átökin brutust út. Um ofbeldisfull átök var að ræða og voru notaðar byssur, varð það meðal annars til þess að ein byssukúla hæfði bíl blaðamanns á staðnum.

Augun beinast að þjóðar „geimsteininum“

Nokkur spenna ríkir í Tyrklandi í dag þar sveitastjórnarkosningar fara nú fram og allra augu virðast beinast að Istanbúl, þjóðar „geimsteininum“ sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, bindur vonir við að komist aftur undir stjórn sinna manna.

Borgin hefur verið undir stjórn repúblikanaflokksins síðastliðinn fimm ár. 

Þá er jafnframt um að ræða síðustu sveitastjórnarkosningarnar sem Erdogan mun koma að eins og hann tilkynnti fyrr í þessum mánuði. 

Erdogan bindur vonir við að koma Istanbúl úr valdi repúblikana.
Erdogan bindur vonir við að koma Istanbúl úr valdi repúblikana. AFP/Ozan Kose
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert