Átta látnir eftir árás á sendiráðsbyggingu Írans í Damaskus

Átta eru látnir eftir árásina.
Átta eru látnir eftir árásina. AFP

Átta eru látn­ir eft­ir loft­árás Ísra­els­hers á bygg­ingu ír­anska sendi­ráðsins í Mazzeh-hverfi í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands.

Reza Za­hedi, hátt­sett­ur hers­höfðingi ír­önsku bylt­ing­ar­varðanna (IRGC), var drep­inn í árás­inni að því er ír­ansk­ir miðlar greina frá.

Íran­ir hafa heitið hefnd­araðgerðum. 

AFP

Bygg­ing­in gjör­eyðilögð

Átök í stríðinu á Gasa­strönd­inni hafa færst í auk­ana en þetta var fimmta loft­árás­in í Sýr­landi á síðastliðnum átta dög­um. Bash­ar al-Assad, for­seti Sýr­lands, nýt­ur stuðnings Írana.

Ísra­elsk stjórn­völd hafa ekki enn tjáð sig um árás­ina. 

Bygg­ing­in er gjör­eyðilögð eft­ir árás­ina en Hossein Ak­bari, sendi­herra Írans í Dam­askus, beið eng­an skaða af. 

Marg­ir særðust í árás­inni að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu varn­ar­málaráðuneyt­is Sýr­lands, sem for­dæm­ir árás­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert