Íbúi Texas-ríkis greindist með fuglaflensu eftir að hafa verið nálægt mjólkurkýr, að því er bandarísk stjórnvöld greindu frá í dag. Hinn smitaði er á batavegi.
Tveir hafa nú greinst með fuglaflensu í Bandaríkjunum í vikunni nú þegar sjúkdómurinn herjar á kýr í Texas, Kansas og fleiri ríkjum. Talið er að smitið hafi borist með villtum fuglum.
„Sjúklingurinn sagðist einungis hafa fundið fyrir roða í augum. Hann er nú á batavegi,“ segir í tilkynningu frá sóttvarnalækni Bandaríkjanna (CDC).
Viðkomandi var sagt að vera í sóttkví og fékk lyf við flensunni.
Í tilkynningu CDC sagði einnig að smitið myndi ekki hækka viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu, en ógnin er nú metin sem lág.
Fyrsti maðurinn til þess að greinast með fuglaflensu í Bandaríkjunum var fangi í Colorado árið 2022. Hann smitaðist vegna sýkts fuglakjöts.
Núverandi fuglaflensufaraldur byrjaði árið 2020 og hefur leitt til dauða tugmilljóna fugla, bæði villtra og alifugla. Hún hefur meðal annars borist til Íslands.