Rússar fordæma árás Ísraels

Pútín Rússlandsforseti. Rússnesk stjórnvöld fordæma árásina.
Pútín Rússlandsforseti. Rússnesk stjórnvöld fordæma árásina. AFP

Rúss­nesk stjórn­völd for­dæma árás Ísra­els­hers á sendi­ráðsbygg­ingu Írans í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands. Í til­kynn­ingu stjórn­valda seg­ir að árás­in hafi verið „óá­sætt­an­leg“. Ell­efu eru tald­ir af eft­ir árás­ina.

„Við for­dæm­um þessa óá­sætt­an­legu árás gegn ír­anska sendi­ráðinu í Sýr­landi harðlega.“

Íranski sendi­herr­ann var ekki á meðal þeirra særðu en hátt­sett­ur hers­höfðingi ír­önsku bylt­ing­ar­varðanna (IRGC), var drep­inn í árás­inni. 

Skora á Ísra­els­stjórn

„Við skor­um á Ísra­els­stjórn að hætta hernaðaraðgerðum sem eru til þess falln­ar að ögra, á landsvæði Sýr­lands og í ná­granna­lönd­um,“ sagði einnig í til­kynn­ingu stjórn­valda. 

Ísra­els­stjórn hef­ur ekki tjáð sig um árás­ina. Átök fyr­ir botni Miðjarðar­hafs hafa færst í auk­ana en þetta var fimmta loft­árás­in í Sýr­landi á síðastliðnum átta dög­um. Íran­ar hafa heitið hefnd­araðgerðum.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, samþykkti þó ný­verið að hefja viðræður um vopna­hlé á Gasa­strönd­inni. Áætlað er að þær viðræður muni eiga sér stað í borg­un­um Doha og Kaíró á næstu dög­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert