29 fórust í eldsvoða í Istanbúl

Slökkviliðsmenn að störfum í Istanbul í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum í Istanbul í dag. AFP

Í það minnsta 29 manns fórust og átta slösuðust í eldsvoða í 16 hæða húsi í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

„Þrátt fyrir að eldurinn hafi verið slökktur, þökk sé viðbrögðum slökkviliðsmanna, týndu 25 manns lífi og þrír eru með alvarlega áverka á sjúkrahúsi,“ sagði Davut Gul, borgarstjóri í Istanbúl við fréttamenn.

Hann segir að eldurinn hafi kviknað á fyrstu og annarri hæð sem hýsti næturklúbb en eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan 10 í morgun á staðartíma.

Rannsókn er hafin á eldsvoðanum og að sögn fréttastofunnar NTV hafa fimm manns verið handteknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert