Ísraelsher ætlar að efna til rannsóknar á loftárásinni á Gasasvæðinu þegar sjö hjálparstarfsmenn voru drepnir.
„Við munum hefja frekari rannsókn á þessu alvarlega atviki. Hún mun hjálpa okkur við að draga úr hættunni á því að slíkur atburður gerist aftur,” sagði talsmaður hersins, Daniel Hagari.
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur krafist útskýringar á árásinni.
„Þau dóu við að gera það sem hjálparsamtök hafa verið að gera í áraraðir, sem er að útvega fólki mat í miðri eyðileggingu,” sagði Sanchez er hann heimsótti flóttamannabúðir Palestínumanna í Jórdaníu.
„Ég reikna með því og krefst þess að ísraelsk stjórnvöld varpi ljósi sem allra fyrst á kringumstæðurnar í tengslum við þessa grimmilegu árás sem hefur leitt til dauða sjö hjálparstarfsmanna sem voru ekkert annað að gera en að hjálpa til,” bætti hann við.