Sjö hjálparstarfsmenn drepnir í loftárás

Bíll samtakanna sem varð fyrir árás Ísraelshers.
Bíll samtakanna sem varð fyrir árás Ísraelshers. AFP

Góðgerðasamtök sem eru með bækistöðvar í Bandaríkjunum ætla að gera hlé á aðstoð sinni á Gasasvæðinu eftir að sjö af starfsmönnum þeirra voru drepnir í loftárás Ísraelshers.

Starfsmenn samtakanna, sem nefnast World Central Kitchen, höfðu nýlokið við að afferma tvo bíla með hjálpargögnum frá Kýpur fyrir Gasasvæðið þegar árás var gerð á þá.

Einn af bílunum sem varð fyrir árásinni.
Einn af bílunum sem varð fyrir árásinni. AFP

Þeir sem létust voru frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu, auk þess sem einn var með bandarískan og kanadískan ríkisborgararétt.

Í tilkynningu frá World Central Kitchen kemur fram að hjálparstarfsmennirnir hafi verið á ferðinni í bílalest sem samanstóð af tveimur brynvörðum bílum merktum lógói samtakanna, WCK, og annarri bifreið þegar árásin var gerð.

AFP

„Þrátt fyrir samráð við Ísraelsher var skotið á bílalestina þegar hún var að yfirgefa vöruhúsið Deir al-Balah þar sem hópurinn hafði affermt yfir 100 tonn af matarbirgðum sem voru fluttar sjóleiðis á Gasasvæðið,” sagði í yfirlýsingunni.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert