Þó nokkrir særðir eftir skotárás í Finnlandi

Finnska lögreglan.
Finnska lögreglan. Ljósmynd/Vefur finnsku lögreglunnar

Þó nokkrir eru særðir eftir skotárás í finnskum grunnskóla. Búið er að handtaka þann sem er grunaður um verknaðinn.  

Skólinn nefnist Viertolan og er staðsettur í borginni Vantaa, norður af höfuðborginni Helsinki.

Lögreglan var kölluð á staðinn klukkan 9.08 að staðartíma eða klukkan 7.08 á íslenskum tíma, að sögn finnskra fjölmiðla. Innan við klukkustund síðar sagði lögreglan að þó nokkrir hefðu særst og að sá sem væri grunaður um verknaðinn hefði verið handtekinn.

Um 800 börn stunda nám við skólann. Starfsmennirnir eru um 90 talsins.

Uppfært kl. 7.43:

Fréttaveitan AFP greinir frá því að þrjú börn hafi særst í skotárásinni, að sögn lögreglunnar í Finnlandi. 

Uppfært kl. 7.55:

Að sögn lögreglu þá var skotárásin framkvæmd af barni. Lögreglan segir að þeir særðu, sem eru þrír talsins, séu einnig börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert