Þrjú 12 ára börn særð eftir skotárásina

Þrjú börn eru særð eftir skotárásina.
Þrjú börn eru særð eftir skotárásina. AFP/Markku Ulander/Lehtikuva

Þrjú börn eru særð eftir skotárás sem framin var af öðru barni í finnska grunnskólanum Viertolan í borg­inni Vantaa, norður af höfuðborg­inni Helsinki.

Foreldrar sem rætt hafa við finnska fjölmiðilinn Helsingin Sanomat segja að skotárásin hafi verið gerð í einum skólabekk.

Lögreglan segir að fórnarlömbin og barnið sem hóf skothríðina séu 12 ára.

12 ára barn framdi verknaðinn.
12 ára barn framdi verknaðinn. AFP/Markku Ulander/Lehtikuva

Barnið handtekið innan við klukkustund síðar

Lög­regl­an var kölluð á staðinn klukk­an 9.08 að staðar­tíma, eða klukk­an 7.08 að ís­lensk­um tíma.

Innan við klukkustund síðar hafði barnið sem gerði skotárásina verið handtekið, að sögn finnskra fjölmiðla. Um 800 börn stunda nám við skól­ann. Starfs­menn­irn­ir eru um 90 tals­ins.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að fórnarlömbin og barnið sem hóf skothríðina væru 13 ára en núna hefur verið staðfest að þau eru ári yngri. 

Lögreglan ræddi við foreldra fyrir utan grunnskólann.
Lögreglan ræddi við foreldra fyrir utan grunnskólann. AFP/Markku Ulander/Lehtikuva
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert