Flaggað í hálfa stöng í Finnlandi

Kertum komið fyrir skammt frá skólanum þar sem árásin var …
Kertum komið fyrir skammt frá skólanum þar sem árásin var gerð. AFP/Roni Rekomaa

Flaggað verður í hálfa stöng í Finnlandi í dag eftir að 12 ára drengur hóf skothríð í grunnskóla í gær með þeim afleiðingum að einn skólafélagi hans dó og tveir til viðbótar særðust.

Við allar opinberar byggingar og stofnanir verður flaggað í hálfa stöng, að sögn finnska innanríkisráðuneytisins. Hvatti það jafnframt alla þjóðina til að gera slíkt hið sama.

Fólk kemur saman þar sem kerti og blóm voru lögð …
Fólk kemur saman þar sem kerti og blóm voru lögð á jörðina skammt frá skólanum. AFP/Roni Rekomaa

Að sögn finnsku sjónvarpsstöðvarinnar MTV Uutiset var drengurinn með grímu fyrir andlitinu og heyrnartól á höfðinu sem lokuðu fyrir utanaðkomandi hávaða þegar hann gerði árásina.

AFP/Roni Rekomaa

Þegar lögreglan kom á vettvang hafði drengurinn lagt á flótta. Innan klukkustundar var hann handtekinn og viðurkenndi hann við yfirheyrslur að hafa framið verknaðinn. Enginn annar er grunaður um aðild að árásinni, að sögn lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert